Ævilangt fangelsi --

Dramadrottningar af báðum kynjum hafa hrópað á undanförnum mánuðum að níumenningarnir ættu yfir höfði sér allt að því ævilanga fangelsisvist fyrir árásina. Ekki var  hlustað þótt þeim væri bent á fáránleikann í slíkum málflutningi.

Og nú tók fjallið joðsótt og fæddi lítið músarskott.

Æsingurinn í píslarvottum lýðræðisins og fórnarlömbum réttarkerfisins var - eins og það sjálft og allur þeirra málflutningur - LOFT.

Núna koma sjálfsagt yfirlýsingar um að dómari hafi ekki þorað að dæma þau til þyngri refsinga af ótta við viðbrögðin.

Slíkur málflutningur verður með sama merki og sá fyrri - LOFT. Mikilvægi 9 menninganna ( að eigin áliti ) er bara að þeirra áliti - ekki annara.


mbl.is 2 í skilorðsbundið fangelsi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Nokkuð góð niðurstaða þrátt fyrir allt og allt!

Sigurður Haraldsson, 16.2.2011 kl. 09:04

2 Smámynd: hilmar  jónsson

Ólafur: Þú ert í besta falli kjáni og í versta falli illa upplýstur fordómahlunkur með öfgasýn á atburði líðandi stundar.

hilmar jónsson, 16.2.2011 kl. 09:20

3 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Ég tek undir orð þeirra sem hafa skrifað hér að ofan.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 16.2.2011 kl. 09:36

4 Smámynd: corvus corax

Lítil kamarsaga frá Skrípalandi.Ókunnur, “óvelkominn” maður þarf skyndilega að skíta. Hann leitar að salerni og finnur stærsta skítakamarinn í Skrípalandi. Hann gengur inn og þar sem hann er staddur í inngangi stærsta skítakamars í Skrípalandi ræðst skyndilega önugur kamarvörður aftan að honum og reynir að ná á honum hálstaki. En kamarvörðurinn er frægur aumingi og hefur færst fullmikið í fang og ræður því ekki við aðstæður þannig að, með þann óvelkomna í fanginu sem enn snýr baki í þann önuga, hrasar kamarvörðurinn aftur á bak á annan ólánsaman önugan kamarvörð með þeim afleiðingum að sá kamarvörður dettur á ofn á þili þar í innganginum og meiðist. Fyrir vikið er sá óvelkomni ákærður fyrir að hrinda ólánsama kamarverðinum á ofninn. Hann hlýtur svo fangelsisdóm fyrir “glæpinn”. Ef þessi saga væri frá “eðlilegu” landi með eðlilegt réttar- og dómskerfi en ekki frá Skrípalandi, mundi önugi hálstaks-kamarvörðurinn vera dæmdur gerandi í málinu og hljóta fangelsisdóminn fyrir að hrinda kollega sínum á ofninn. En sagan er sönn og gerðist í risakamri í Skrípalandi en ekki í venjulegu ríki ...því miður.

corvus corax, 16.2.2011 kl. 10:58

5 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Þakka innlitið - Kæri Hilmar - sjálfslýsing þín er nokkuð nákvæm þótt þú snúir henni upp á mig. Uppblásnar fórnarlambayfirlýsingar 9 menninganna undanfarna mánuði hafa verið kjánalegar - ég vissi um leið og dómurinn birtist hver viðbrögðin yrðu - það verður jú að réttlæta allt bullið sem fjölmiðlar hafa birt um þetta mál og yfirlýsingarnar sem áttu að gera þetta fólk að þjóðhetjum. Þau voru bara fólk sem beitti ofbeldi til þess að fá útrás. Engin hugsjón - bara að sýna að þau væru þarna.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 16.2.2011 kl. 11:05

6 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Næsta skref verður ekki eins friðsamt ef fer fram sem horfir!

Sigurður Haraldsson, 16.2.2011 kl. 12:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband