Lýðskrum Framsóknar

Það er leitt að þessi ágæti maður (og Framsókn í heild sinni -) skuli vera lagstur í lýðskrum sem annars hefur verið aðalsmerki Hreyfingarinnar á þessu þingi -

Hvað sem tautar og raular þá er enginn sáttur við að greiða Icesave - deilur um rök með og á móti skipa fólki hinsvegar í andstæða hópi -

Vinnubrögð stjórnarinnar eru svo allt annað og mjög alvarlegt mál. Mál sem þingmenn verða að taka upp ásamt hinum ýmsu gerræðisákvörðunum JS og SJS á s.l. 2 árum. Það er ekki nóg að taka bara Icesave frá hruni - málin eru mýmörg - Magma - Suðurnesjapakkinn allur - lögbrot Svandísar og framkoma hennar og ákvarðandi frá upphafi mengunar hennar í ráðuneytinu - meint ósannindi ráðherra í þinginu - ákvarðanir Árna Páls í fyrra starfi - embættisferill Álfheiðar í Heilbrigðisráðuneytinu - og svo mætti áfram telja.

Sú staðreynd að stjórnin hefði átt að segja af sér eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna er svo enn annar kafli í hörmungarsögu Helstjórnarinnar.


mbl.is „Ég var staddur heima að borða fisk“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Geir Ágústsson

Þingmenn sem beinlínis vilja borga Icesave finnast á þingi. Þeirra þankagangur er nokkurn veginn svona:

- Leggjum Icesave-klafann á Ísland. Það mýkir Breta og Hollendinga í ESB-aðlöguninni. 

- Þegar við erum komin inn í ESB, þá bíða okkar styrkir úr vösum þýskra skattgreiðenda. Vel launaðar stöður bíða líka þeirra Íslendinga sem sýna ESB-málstaðnum hollustu, sama hvað Íslendingar tauta og raula

Geir Ágústsson, 17.2.2011 kl. 11:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband