Glæpasamtök og gildismat fjölmiðla.

Það er undarlegt að lesa frétt um að glæpasamtök geti komið í veg fyrir að þjóð á borð við Japan geti stundað sjávarnytjar.

Er ekki kominn tími til að alþjóðasamfélagið stöðvi þessa glæpastarfsemi Sea Shepherd ?

Undanlátssemi við hverskyns ofbeldissamtök er leiður óvani. Hávær minnihlutahópur virðist geta náð athygli óábyrgra fjölmiðla sem mæra hávaðann og ofbeldið. Ef gripið er til gagnaðgerða rjúka nokkrir talsmenn ofbeldisins upp og hrópa um óréttlæti - og fjölmiðlar syngja með.

Fjólmiðlar virðast hafa það fréttamat að þeim beri að auglýsa allar slíkar uppákomur og er þess skemst að minnast þegar Sturla nokkur vörubílstjóri mætti með 3-4 félaga sína á Austurvelli og öll fjölmiðlaflóran mætti á svæðið.

Stærri og þýðingarmeiri atburðir fengu hinsvegar ekki umfjöllun - enda fóru þeir fram með friðsamlegum hætti - voru jákvæðir og nauðsynlegir.  Þá hafa fjölmiðlar ekki tíma né mannskap.

Þetta er ömurlegur vitnisburður um hugsunarhátt fjölmiðla sem með þessu kynda undir ofbeldi.


mbl.is Hrósa sigri yfir Japönum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband