Bráðamóttaka
1.1.2009 | 23:01
Á aðfangadagskvöld varð undirritaður að leita bráðamóttöku vegna sykursýki.
Móttökurnar voru frábærar og starfsfólk stórkostlegt - alveg fram til kl 10 um morguninn þegar ég var kvaddur með bros á vör og óskað gleðilegra jóla. Þetta yndislega fólk sem starfar þarna u.a. um hátíða fjarri fjölskyldu og vinum á skilið að við sýnum þeim þakklæti í verki. Hvar værum við stödd ef þeirra nyti ekki við? Lítum ekki á þau sem sjálfsagðan hluta af kerfinu. Þau eru öryggisventillinn okkar.
Hjartans þakkir og gleðilegt ár frábæra fólk.
Ólafur I Hrólfsson
Frekar róleg nótt á slysadeild | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.