ÁSKORUN
10.4.2009 | 12:59
ÁSKORUN TIL SJÁLFSTÆÐISMANNA8.4.2009 | 23:48 - vonandi sýnir Samfylkingin sitt bókhald með öllu t.d. Baugsgreiðslum sem og Jóns Ólafssonar "framlögin". Og Framsókn gerir það örugglega.ÁSKORUN TIL SJÁLFSTÆÐISMANNA - TÖKUM HÖNDUM SAMAN OG GREIÐUM HVERT UM SIG KR. 5.000.- Í STYRKTARMANNAKERFIÐ - TIL VIÐBÓTAR ÞVÍ SEM VIÐ GREIÐUM VENJULEGA. LÍKA ÞIÐ SEM ERUÐ EKKI INNI Í STYRKTARMANNAKERFINU NÚ ÞEGAR.10.000 MANNS - 50 MILLJÓNIR - MÁLIÐ LEYST.20.000 MANNS - 100 MILLJÓNIR - OG ALLT Í GÓÐUM GÍR.Ólafur I Hrólfsson
Þingflokkur fundar í dag | |
Tenging við þessa frétt hefur verið rofin vegna kvartana. |
Athugasemdir
Sæll Ólafur, takk fyrir innlitið á síðuna mína. Annars gott hjá þér að hvetja fólkið sem er að blæða fyrir styrka efnahagsstjórn, stjórn sem hefur leitt okkur þráðbeint niður á við í lífskjörum til að bjarga flokknum núna. Bjarga honum frá sjálfum sér og gerðum sínum. Ég er viss um að þau þúsundir sem eru á atvinnuleysisskrá, með lækkuð laun eða við að missa vinnuna, fólk sem hefur stutt flokkinn eru til í að leggja honum lið. Og allt í góðum gír. Og Ólafur, Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki enn opnað bókhald sitt, bara valda kafla þess.
Sannarlega vona ég að minn flokkur (sem er vel að merkja Samfylkingin) opni sitt bókhald, það er ljóst að nauðsyn brýtur trúnað við einstaka aðila. Ég raunar trúi ekki öðru (annars neyðist ég kannski til að styðja bóndann sem er í framboði fyrir Borgarahreyfinguna).
Mér finnst eiginlega verst að flokksfólk í FLflokknum Sjálfstæðisflokknum virðist almennt ekki gera sér grein fyrir að það var verið að borga til flokks sem á þeim tíma var valdamesti flokkur landsins. Sem sannarlega réð því hver kæmist að kjötkötlunum.
Kristín Dýrfjörð, 10.4.2009 kl. 13:36
Þetta er siðlaust með öllu.
Þetta lið kann ekki að skammast sín heldur heimtar pening frá almenningi til að bjarga FL-okknum!!!
Hvernig væri að þið borgðuð fólkinu í landinu sem þið hafið arðrænt frekar? Og ef þessi heimskulega áskorun nær til fólks þá er ljóst að siðlausir kjósendur Sjálfstæðisflokksins eins og Ólafur Ingi og Þrymur eiga meira fé á milli handanna í þessu landi en aðrir.
Elín Anna (IP-tala skráð) 10.4.2009 kl. 14:21
Elín Anna - þú ert á villigötum -
það að styðja við bakið á okkar nýja formanni eftir skellinn heitir tryggð en ekki siðleysi.
Heimskuleg áskorun hehe gott - ég heyri að þú skelfur við tilhugsunina - málið er að allt skítkastið frá ykkur er að þjappa okkur saman að baki Bjarna Ben - hvort við Þrymur erum siðlausir eða ekki - þá hefur þú enga burði til þess að meta slíkt og ekki þekkingu heldur -
haltu áfram að skjálfa - þú hefur ástæðu til þess.
Kristín - illu heilli féll Geir í þá gröf að treysta ISG - ég varaði hann við fyrir myndun þeirrar ríkisstjórnar og það gerðu fleiri - honum var sagt að það yrði auðvelt að semja við hana en hún myndi svíkja allt hvenær sem henni hentaði - það kom á daginn -
Ólafur I Hrólfsson
Ólafur I Hrólfsson (IP-tala skráð) 10.4.2009 kl. 21:12
Ja hérna. Á nú fólk að fara að borga úr eigin vasa 50-100 milljónir inn í Sjálfstæðisflokkinn til að moka yfir skítaflórinn sem búið var að grafa. Er Bjarni Ben kannski búinn að koma flokknum hálfa leiðina ofan í flórinn með því að skila þessum illa fengnu peningum?
Mér finnst að Bjarni hefði átt að skipta þessum peningum jafnt á milli allra flokkanna. Það hefði verið lýðræðislegt og þá hefði hann borið höfuðið hátt.
Einhverntíma skrifaðir þú vini mínum að maður steli ekki peningum úr banka og svo bara skili þeim aftur án þess að hljóta viðurlög. Ég veit ekki betur en að FL-okkurinn þinn sé einmitt að gera það núna.
Það er vísgt skoðanafrelsi á Íslandi, en mér finnst að þú ættir að skammast þín fyrir þínar skoðanir, og ekki að furða þó þú náir ekki að klifra upp virðingastigann innan Sjálfstæðisflokksins miðað við heimskuleg skrif þín hér inni.
Best að leifa þér bara að svamla í skítnum sem þú ert búinn að sanka að þér. Svamla í kamri fordóma og þekkingaleysis.
Kveðja,
Galli.
Galli (IP-tala skráð) 11.4.2009 kl. 21:37
Ertu líka hér Galla grey.
nei ég ætlast ekki til neins af þér sem getur talist jákvætt eða eðlilegt.
Þeirri tilætlunarsem beini ég að félögum mínum í Sjálfstæðisflokknum -
-----
Dóra litla - Áslaug og Þrymur - þakkir til ykkar - þið vitið hvar þið fáið upplýsingarnar -
hvetjum alla Sjálfstæðismenn til þess að gera slíkt hið sama.
Bestu kveðjur til ykkar
Ólafur I Hrólfsson.
Ólafur I Hrólfsson (IP-tala skráð) 12.4.2009 kl. 07:13
Ég spurði ekki hvort þú ætlaðist til einhvers af mér. Ég spurði "Á nú fólk að fara að borga úr eigin vasa 50-100 milljónir inn í Sjálfstæðisflokkinn til að moka yfir skítaflórinn sem búið var að grafa" en ekkert varðandi sjálfan mig. Þú ættir kannski að lesa áður en þú svarar.
Finnst þér í lagi í dag að stela peningum og skila þeim svo aftur þegar upp kemst um glæpinn? Svaraðu því maður.
Ég heyrði um daginn niðri í Valhöll að þú værir kallaður Böðullinn. Er það rétt?
Kv.
Galli
Galli (IP-tala skráð) 12.4.2009 kl. 15:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.