Færsluflokkur: Dægurmál
Morð - sjálfsvíg
2.1.2009 | 09:44
Vissulega eru þetta góðar fréttir -
það sorglega er hinsvegar sú staðreynd að þau hefðu átt að vera mun færri.
Akstur undir áhrifum er bæði tilraun til morða og sjálfsmorðs.
Fjölmiðlar - sem ráða yfir mjög hæfu þáttagerðarfólki virðast ekki hafa nokkurn áhuga á forvarnarstarfi - hvorki í umferðinni né á öðrum sviðum.
Æsifréttir - þær eru birtar - ofbeldi - óábyrgt tal þeirra sem vilja koma sér á framfæri og vita að slíkt fellur að starfsháttum fjölmiðla - jafnvel er farið til Afríku ef einhver hefur skotið einhvern þar eða jafnvel sagt frá bílslysum þar.
5 gargandi vörubílstjórar - þá er hægt að senda hóp til þess að taka slíkt upp.
1. maí ár hvert eru Sniglar með hópkeyrslu - til þess að minna á að bifhjólafólki fer þá fjölgandi í umferðinni og til þess að minna á öryggi í umferðinni -
Síðast voru 1200 hjól í keyrslunni en fjölmiðlar höfðu ekki áhuga - 1.200 hjól - það er glæsileg sjón og frábært myndefni - en umfram allt áminning til okkar allra að við sem erum á hjólum eigum að fara varlega og s´na tillitssemi - jafnframt ákall til annara að gera slíkt hið sama.
Eigum við ekki að taka höndum saman og fækka banaslysunum enn frekar ?
Ein spurning - hve mörg voru alvarleg slys í fyrra og árin þar á undan?
Ólfur I Hrólfsson
![]() |
Sjaldan færri látist í umferðinni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Bráðamóttaka
1.1.2009 | 23:01
Á aðfangadagskvöld varð undirritaður að leita bráðamóttöku vegna sykursýki.
Móttökurnar voru frábærar og starfsfólk stórkostlegt - alveg fram til kl 10 um morguninn þegar ég var kvaddur með bros á vör og óskað gleðilegra jóla. Þetta yndislega fólk sem starfar þarna u.a. um hátíða fjarri fjölskyldu og vinum á skilið að við sýnum þeim þakklæti í verki. Hvar værum við stödd ef þeirra nyti ekki við? Lítum ekki á þau sem sjálfsagðan hluta af kerfinu. Þau eru öryggisventillinn okkar.
Hjartans þakkir og gleðilegt ár frábæra fólk.
Ólafur I Hrólfsson
![]() |
Frekar róleg nótt á slysadeild |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 23:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Útrásarforsetinn
1.1.2009 | 15:39
Ætlar hann að vera í forsvari fyrir uppbyggingunni á sama hátt og hann var í forsvari fyrir útrásargreifununum - og hældi sér af því í tíma og ótíma. Orðin SKÍTLEGT EÐLI hafa náð nýjum hæðum hjá þessum fyrrverandi forsvarsmanni kommúnista á Íslandi. Og kanski er hann enn talsmaður þeirra. Svo sannarlega er hann ekki sameiningartákn þjóðarinnar. Ávarpið han - hann hefði átt að kippa því til baka eins og bókinni fyrir endurskoðun.
Ólafur I Hrólfsson
![]() |
Þjóðarátak nýrrar sóknar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bifhjólaslys
1.1.2009 | 02:05
Bifhjólaslys - bifreið ekur í veg fyrir bifhjól - rétt fyrirsögn - Umferðarslys - bifreið ekur í veg fyrir mótorhjól ( bifhjól ) . Bifreiðastjórar - við erum á ferðinni - við erum til -
Bikerar - notum hlífðarfatnaðinn - okkar vegna og líka vegna fjölskyldna okkar.
Ólafur I Hrólfsson
![]() |
Bifhjólaslys í Kópavogi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 02:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Hitti fjandinn ömmu sína
31.12.2008 | 15:43
Sigmundur Ernir - Þér er fjandans nær frændi sæll - þið (fjölmiðlar ) eruð búin að ala upp hrokann í
þessum skríl. Ég spurði fyrr í dag - hvað ætlar lögreglan að láta þennan lýð ganga langt - komast
langt.
Hætt þú að auglýsa þessar afætur og ofbeldislýð - þú heldur þeim gangandi.
Gleðilegt ár til þín og vonandi friðsælla en þetta kvöld var hjá þér.
Ólafur I Hrólfsson
![]() |
Fólk slasað eftir mótmæli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Skríll
31.12.2008 | 14:25
Hvað ætlar lögreglan að leyfa þessum glæpalýð að vaða lengi uppi og hvað á að leyfa þeim að ganga langt??
Núna ræðst þetta dót gegn ráðamönnum þjóðarinna - formönnum allra flokka. Á að bíða þangað til þessi ofbeldislýður verður einhverjum að fjörtjóni.
Það er komið nóg - hendið þessu rusli í klefana sem þið hafið til umráða,
Ólafur I Hrólfsson
![]() |
Hafa ruðst inn á Hótel Borg |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ha eða 300.000
31.12.2008 | 14:18
"frétt" Morgunblaðsins
Í fyrirsögn Á þriðja hundrað manns mótmælir - í "fréttinni" Hátt í þrjú þúsund manns eru nú....
Þarna varð "fréttamanni á í messunni. Auðvitað átti hann að setja hærri töluna í fyrirsögn.
Það lítur mun verr út - ( eða betur eftir því hver á hlut að máli).
Skríll ? Hverjir ? Þátttakendurnir eða "fréttamennirnir" og þeirra yfirmenn.
Hver veit það
Ólafur I Hrólfsson
![]() |
Á þriðja hundrað manns mótmæla |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Hryðjuverk fjölmiðla.
31.12.2008 | 13:52
Það er vitað að við erum að fara í gegnum erfitt tímabil. Það er líka vitað að óeðli fréttamanna er að mála allt sem svartast - þeir þrífast jú á því - vilja frekar fjalla um alvarleg umferðaslys - limlestingar og dauða en að fjalla um forvarnir eða úrbætur í umferðamálum.
Spurning - hvernig hefur gengið þróast frá því krónan var sett á flot??
Ólafur I Hrólfsson
![]() |
Gengisvísitala krónu hækkaði um 80,24% á árinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bílbelti-slys-fjölmiðlar
30.12.2008 | 10:58
Jafn rækilega og bílbeltanotkun hefur sannað gildi sitt - í yfirgnæfandi fjölda tilfella - er undarlegt að fólk skuli trassa notkun þeirra.
Sá sem hér skrifar hefur persónulega reynslu af hvorutveggja - annarsvegar að slasast illa vegna þess að belti var ekki notað og mörgum árum seinna að sleppa lifandi vegna þess að belti var notað.
Því miður virðast fjölmiðlar áhugalausir um forvarnir í umferðinni og hef ég sem Varaformaður Snigla rætt við þau þó nokkuð mörg sem tilheyra þeirri stétt. Áhugamál "fréttamanna" virðast vera upphlaup - slys - limlestingar og dauði.
T.d. er hlaupið á eftir 5 vörubílstjórum niður á Austurvöll en 1200 hjóla hópkeyrsla 1.5.08 vakti ekki áhuga þeirra og er það undarlegt í ljósi þess að sú keyrsla er til þess að minna fólk á það að hjólafólk er að koma út á göturnar. Vonandi verður hugarfarsbreyting hjá fjölmiðlum varðandi forvarnirnar - þá fækkar líka slysum - fjölmiðlar geta þá fjallað um forvarnarverkefni með lifandi fólki í stað þess að einblína á blóð - líkamsparta - örkuml og dauða.
Ólafur I Hrólfsson
![]() |
Fjórir af 11 ekki í bílbeltum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Nafnlaus ábending !!!!!
29.12.2008 | 11:22
Það hlýtur að stinga í augun að lesa fyrirsögn um nafnlausa ábendingu.
Hvar er niðurstaða úr vinnu FME? Er málið kanski það að ekkert komi upp á yfirborðið nema nafnlausir aðilar bendi á eða upplýsi um það hvað hefur verið í gangi.
Það væri fróðlegt að fá upplýsingar um það á hverju FME og aðrir sem að þessum "rannsóknum" koma byggja starf sitt.
Ólafur I Hrólfsson
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)