Færsluflokkur: Dægurmál
Sjálfsvörn
27.12.2008 | 12:24
Styrjaladir eru alltaf andstyggð EN
Hamas tilkynnti að vopnahléi væri lokið - vígasveitir þeirra alvanar því að skjóta eldflaugum á Ísrael - hvort sem vopnahlé er í gangi eða ekki - Staðsetning Hamas á bækistöðvum í íbúðahverfum er þeirra mál.
Annars er það undarlegt að þegar Hamas tilkynnir mannfall þá virðast bara konur og börn láta lífið.
Samanstanda Hamassamtökin bara af konum og börnum? Hvar eru karlmennirnir í Hamas?
Ólafur I Hrólfsson
![]() |
Röð loftárása á Gaza |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kjánakrati
26.12.2008 | 17:38
Kjánakrati - kallar einn af þingmönnum samstarfsflokksins kjánaþingmann. Ég tel rétt að kjánakrati kynni sé skrif eigin kjörinna fulltrúa hvort sem er á þingi eða á sveitarstjórnarstiginu. Kanski kjánanafnið sem hann setti á þingmann XD rati aftur til föðrhúsanna í Samfylkingunni.
Magnað þótti mér að lesa það hjá kjánakrata að stefna XD hafi hrundið heimskreppunni af stað - Öflugur flokkur Sjálfstæðisflokkurinn.
Ólafur I Hrólfsson
![]() |
Segir forystu ekki hafa umboð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
"fölsuð frétt"
26.12.2008 | 05:36
Þessi frétt getur ekki staðist. Það vita jú allir sem hafa hlustað á Steingrím J. og VG að hér hafa ekki átt sér stað neinar framfarir - engin kaupmáttaraukning og yfir höfuð ekkert jákvætt frá því Sjálfstæðisflokkurinn komst til valda á sínum tíma. Hvernig getur þá eitthvað versnað svona ?- Og þá bara miðað við kaupmáttinn fyrir svona fáum árum. Útásarlið Ólafs Ragnars virðist jú ætla að kosta okkur verulegt fé nema því aðeins að unnt reynist að ná því fé sem það hefur komið undan - í bili - Getur það verið að þjóðarbúið hafi verið orðið svona öflugt áður en ránsmennirnir fóru hamförum með fé almennings?
Steingrímur hlýtur að útskýra þetta fyrir okkur. Ég verð ekki í rónni fyrr en ég fæ föðurlegar útskýringar hans.
Ólafur I Hrólfsson
![]() |
Svipaður kaupmáttur og í árslok 2004 |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Borgarspítali - bráðamóttaka
25.12.2008 | 10:44
Það er ekki bara á Barnadeildinni sem frábært starfsfólk Landspítalans stendur vaktina - á Bráðamóttöku er líka yndislegt fólk sem fórnar tíma sínum frá fjölskyldu og vinum á jólum til þess að geta sinnt okkur hinum. Undirritaður skreiddist þangað um kl. 23 á aðfangadagskvöld - búinn í einhvern tíma að syndga upp á náðina með sykursýkina - og skellurinn kom á aðfangadagskvöld. Fumlaus handtök - allt kannað - var annar möguleiki fyrir hendi - nei ekki - mælingar - lyfjagjafir - og innilegt elskulegt viðmót allra - sem Helga Sif ( vona að ég fari rétt með nafnið ) setti svo punktinn yfir i ið með þegar staðurinn var yfirgefinn fyrir tæpum hálftíma síðað.
- Takk fyrir frábært heilbrigðiskerfi - sem væri ekki svona frábært ef þar starfaði ekki yndislegt fólk sem er til í að fórna sínum tíma þegar við hin erum í faðmi fjölskyldunnar.
Takk - Guð blessi ykkur - og gleðileg jól
Ólafur I Hrólfsson
![]() |
Börn fái að halda jólin heima |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
verðlausar eignir
23.12.2008 | 10:25
er ekki einhver til í að segja þetta á mannamáli??
Hvernig er hægt að segja að tugmilljaða eign sé 0 virði? Þessi talnaleikur er hluti af því sem útrásarliðið lék svo vel - um tíma - getum við ekki fært kröfurnar á okkur úr tugum eða hundruðum milljarða í 0 með tilkynningu frá einhverjum? Kanski Steingrímur J. reddi þessu - hann er vanur að gefa út allskonar tilkynningr og yfirlýsingar sem ekkert er á bakvið og hafa því ekkert gildi.
Ólafur I Hrólfsson
![]() |
Íslenskar eignir sænskra fyrirtækja eru verðlausar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hengilásar
22.12.2008 | 18:23
Núna hlýtur að vera komið nóg - þessi glæpalýður virðist komast upp með hvað sem er ekki síst vegna þess að óhæfur fjölmiðlalýður eltir þetta uppi. 3 hjá Fjármálaeftirlitinu. Það væri munur ef fjölmiðlar hefðu svona mikinn áhuga á forvörnum í umferðinni. Svo er ekki, En ef ofbeldislýður gefur þeim myndefni nötra fjölmiðlar af hrifningu og senda allt og alla á staðinn. Svo er fólk að furða sig á auknu ofbeldi. Ofbeldisverk eru ær og kýr fjölmiðlaliðsins ekkert síður en gerendanna.
Að forsetinn skyldi taka á móti þessu liði á Bessastöðum ýtir enn undir það að leggja beri þessa embættisnefnu niður. En bíðum við - jú að sjálfsögðu tekur hann á móti ofbeldisaumingjunum. Hann var jú í fararbroddi útrásarinnar. Allt hangir þetta saman. Og hver var það sem níddist svo á kennarastéttinni hér fyrir nokkrum árum? Jú útrásarforinginn á Bessastöðum. Og var hann ekki í meirihluta á þingi fyrir nokkrum árum þegar laun voru skert um 50% á rúmum 4 árum? Að sjálfsögðu fær hann vini sína til Bessastaða. En af hverju á okkar kostnað?? Jú það er eðli ofbeldisins að þjóðin borgi brúsann - hvort sem er útrás - rúðubrot eða önnur skemmdarverk.
Ólafur I. Hrólfsson
![]() |
Hengilásar og forsetakaffi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
150 milljarða ránið
19.12.2008 | 07:32
Það er undarlegt að lesa svona frétt - Björgúlfur lýsti því yfir fyrir skömmu að bankinn ætti fyrir skuldunum í Bretlandi og og eignir þar væru langt umfram skuldir.
Nú berast fregnir af því að hann sé að íhuga sölu á West Ham. Einnig munu aðrar "eignir" hans vera í skoðun.
Það er undarlegt ef hann getur skellt 150 milljörðum á þjóðina og setið sjálfur með tugeða hundruða milljarða "eignir", Ekki trúi ég því fyrr en ég tek á því að maðurinn sem hefur prédikað heiðarleika í viðskiptum standi þannig að verki að hann setji milljarða verðmæti í eigin vasa en láti almenning borga fyrir sig 150 milljarða. Það kann að vera löglegt en gjörsamlega siðlaust. Ekki trú ég því að Björgúlfur Guðmundsson sé siðlaus. Fjarri því.
Ólafur I Hrólfsson
![]() |
Um 150 milljarða bakreikningur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Rúður brotnar
18.12.2008 | 11:10
Rúður brotnar ---
þá er þetta að þróast -
Bubbi spáði blóðugri uppreisn - Eva (Jóhanna) "spáði" einhverju slíku í febrúar. Ábyrgðarlaus þvættingur og þeim báðum til skammar. Dæti vel trúað Evu (Jóhönnu) til þess að standa fyrir slíku.
40-50 manna hópur var eða er við Fjármálaeftirlitið og eitthvað stærri hópur - (100 ?) var við Ráðherrabústaðinn í gær. Hvað eigum við hin 309.000 að þurfa að sitja lengi undir því að fámennur hópur ofbeldislýðs vaði uppi - skemmi og eyðileggi - hóti ráðamönnum og hundsi landslög áður en þessir einstaklingar verðia hreinlega teknir höndum? Og hvað ætla fjölmiðlar að halda það lengi út að styðja þessar agerðir með stanslausri umfjöllun. Umfjöllun fjölmiðla er það sem heldur þessum vesalingum við efnið. Afbrot nánast í beinni útsendingu og allt verður löglegt - eða hvað?
Ólafur I Hrólfsson
![]() |
Rúður brotnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Ríkisstjórnin verður að svara kalli um breytingar
14.12.2008 | 21:19
Þá kom frúin fram með sitt rétta andlit - hótanir - yfirgang og frekju -
ef þið farið ekki að vilja mínum þá slít ég samstarfinu -
einu gleymir þessi "elska" formaður Sjálfstæðisflokksins hefur þingrofsréttinn en ekki "elskan" úr Vogunum. (eða var viðurnefni hennar þar eitthvað annað??) Hann getur sem hægast myndað aðra stjórn - ekki vegna þess að það sé æskilegt að vaða úr einu samstarfnu í annað - heldur vegna þess að hótanapólitík á ekki að líðast. Eitthvað rámar mig í það að eftir síðustu kosningar hafi Steingrímur J öskrað á Ingibjörgu og sagt henni að hann myndi aldrei sitja með henni í ríkisstjórn. Kanski er þetta allt misskilningur - eða hvað?
Ólafur I. Hrólfsson
![]() |
Ríkisstjórnin verður að svara kalli um breytingar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Gagnrýna sýknudóm í kynferðisbrotamáli
3.12.2008 | 11:50
Það er víst ekki sama Jón og Séra Jón og hefur fólki þó oft blöskrað linkind dómstóla við hinn venjulega Jón í ofbeldisbrotum gagnvart börnum.
Þetta er til skammar.
![]() |
Gagnrýna sýknudóm í kynferðisbrotamáli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)