Færsluflokkur: Dægurmál
Kosningarnar og loforðin.
20.11.2010 | 16:19
Ég á nú ekki orð - niðurskurðurinn sem talað um var hannaður af Álfheiði Ingadóttur - ráðherra VG
Þá var samþykkt ályktun um að niðurskurður í heilbrigðisþjónustu verði endurskoðaður.
---------------
Flokkurinn hafi verið stofnaður til að standa vörð um jöfnuð og velferð. Leggur flokksráð VG áherslu á að þessi stefnumarkmið birtist í verki í fjárlögum næsta árs.
--------------
Steingrímur Sigfússon er kominn til himna þar sem hann hitti Lykla-Pétur.
Lykla-Pétur varð svolítið vandaræðalegur: Eh, velkominn, sagði hann loks. Þakka þér fyrir, sagði Steingrímur, ég vissi að ég mundi enda hér.
Nja, sagði Pétur , þú hefur lifað sæmilega frómu lífi, eða þannig, svo við vildum gjarnan hafa þig hér en því eru ekki allir sammála. Þú ert umdeildur maður og það hafa fleiri áhuga á þér en við hér í himnaríki. Við urðum að halda fund með djöflinum þar sem þetta var rætt og það endaði með því að við gerðum samning við hann.
Samning! Hrópaði Steingrímur og var sýnilega brugðið.
Það er nú ekki alslæmt, sagði Pétur, en djöfullinn sagðist nú þegar hafa flesta vini þína svo við sömdum um að þú eyddir einum sólarhring í helvíti og öðrum hér hjá okkur í himnaríki og svo velur þú sjálfur hvar þú dvelur um aldur og eilífð.
Steingrímur maldaði svolítið í móinn en samningur er jú samningur svo Pétur vísaði honum á lyftuna, kvaddi hann og sagðist sjá hann eftir sólarhring. Steingrímur ýtti á hnapp merktan helvíti í lyftunni og seig svo langt, langt niður á við þar til lyftan stoppaði við kolsvarta hurð. Þegar dyrnar opnuðust stóð djöfullinn sjálfur fyrir innan. Gamli vinur, vertu hjartanlega velkominn, gakktu í bæinn, sagði kölski.
Steingrímur fór inn og við honum blasti risastór golfvöllur. Margir af hans gömlu flokksbræðrum léku golf á vellinum eða stóðu í smáhópum og töluðu saman. Golfvöllurinn var fullkominn. Það var heitt í lofti og út um allt voru léttklæddar, snoppufríðar djöflastelpur sem færðu mönnum bjór og aðra kalda drykki. Steingrímur lék golf allan daginn og um kvöldið bauð Svavar Gestsson, honum í gúrmegrill ásamt Indriða, Álfheiði og fleiri góðum vinum með öllu góðgæti sem hugsast gat. Fáum sögum fer af því hvernig Steingrímur eyddi nóttinni en sólarhringurinn í helvíti var fljótur að líða og morguninn eftir var honum vísað á lyftuna á ný.
Þegar Steingrímur kom aftur til himnaríkis var hann efins um ágæti þess staðar en það var samt sem áður tekið vel á móti honum. Hann var klæddur í englaföt og fengin harpa til að leika á. Hann eyddi deginum með því að ganga um milli skýjanna, hlustaði á fagran fuglasöng og borðaði ferska ávexti. Hann fékk reyndar í magann af ávöxtunum og það pirraði hann að sjá Davíð og Þorgerði sitja saman á skýi og leika á hörpur af mikilli innlifun.
Um kvöldið kom Pétur. Nú ertu búinn að dvelja heilan sólarhring í helvíti og heilan dag hér í himnaríki. Ertu kannski búinn að ákveða þig? Spurði Lykla-Pétur.
Hmm, sagði Steingrímur, ég átti nú kannski ekki von á því en ég held að ég velji helvíti, þrátt fyrir allt. Það er heppilegasti staðurinn fyrir mig. Andlitið datt af Pétri og hann reyndi hvað hann gat að fá Steingrím ofan af ákvörðun sinni. En Steingrímur var harðákveðinn.
Á ný fór Steingrímur með lyftunni niður í helvíti og djöfullinn tók aftur á móti honum. Hann kippti Steingrími inn en þar var þá allt öðru vísi umhorfs en daginn áður. Brennisteinsfnykinn lagði um allt og skerandi sársaukavein flokksbræðra hans og vina fylltu loftið. En hvar er golfvöllurinn? Spurði Steingrímur. Og djöflastelpurnar, bjórinn og grillið?
Ah, sagði djöfullinn, þú skilur þetta manna best, í gær var kosningabaráttan í fullum gangi. En nú ertu búinn að kjósa!
![]() |
Hagsmunum best borgið utan ESB |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Icesave - aftur
20.11.2010 | 14:00
Hann var líka rosalega ánægður með Svavarssvikin - besti samningur sem gerður hefur verið -
Þessi samþykkt - enn betri - nú getur hann bent á flokksmenn og sagt - þeir vildu þetta
![]() |
Ótvíræður stuðningur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Svarthol
19.11.2010 | 08:11
Svarthol gleypa allt sem að þeim kemur - eða flest -
Kok formanns VG er svo vítt og gleypir allt sem gleypa þarf til þess að hanga í ríkisstjórn að hvert einasta svarthol hvítnar af öfund yfir afköstunum. Niður í það kok hverfur allt - yfirlýsingar - stefnumál - grundvöllur VG - og pólitíska sjálfsvirðingin með.
![]() |
Búist við miklum átakafundi hjá VG |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Evran - krónan - ESB og AGS
19.11.2010 | 07:56
Þessi frétt er fróðleg. Þrátt fyrir þá staðreynd að Írar hafi borið gæfu til að vera með starfhæfa ríkisstjórn en Ísland lánlausustu stjórn sem sögur fara af er staða Íra illyrmislega vond -
Írar njóti hins vegar ekki sveigjanleika fljótandi gengis sem geti dregið úr fjármálahögginu. Því sé hugsanlega betra að bera Írlands saman við Lettland, sem fékk aðstoð Alþjóðagjaldeyrissjóðsins árið 2008. Lettar hafa eigin gjaldmiðil en tengja gengi hans við evru. Þess vegna hafi landið þurft að ganga í gegnum sársaukafullan samdrátt, þar á meðal mikla launalækkun. Hagkerfið dróst saman um nærri 20% á síðasta ári og atvinnuleysi komst í 23% þegar stjórnvöld reyndu að ná erfiðum markmiðum sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn setti.
Kúgunaraðgerðir AGS koma fram með fullum þunga hjá Írum vegna Evrunnar. Þeir ljósu punktar sem fylgja Evrunni vega fráleitt upp á móti göllunum.
![]() |
Gjaldmiðilsleið Íslands lokuð Írum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Skjaldborgin komin í ljós ???
19.11.2010 | 07:47
![]() |
Stjarna úr annnarri vetrarbraut |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Loksins - loksins - loksins
18.11.2010 | 16:56
Betra er seint en aldrei.
Ég hefði viljað sjá fleiri þingmenn á þessari þingsályktunartillögu.
Ég sakna margra þingmanna Sjálfstæðisflokks og allra þingmanna VG.
Ef eitthvað er að marka þingmenn VG þá styðja þeir allir þessa tillögu.
![]() |
Vilja höfða mál gegn Bretum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Smánarblettur
18.11.2010 | 16:51
Á sama tíma og semja á um tugmilljarða útgjöld vegna máls sem við eigum ekki að borga er Landspítalinn kúgaður -
Ekki má á milli sjá hvor er verri kúgari bretar gagnvart okkur eða stjórnin gagnvart LHS.
Afföllin verða mun meiri en kemur fram í fréttinni - það starfsfólk sem eftir verður mun smátt og smátt gefast upp vegna álags. Þá verður fróðlegt að sjá ríkið hlaupa á eftir hjúkrunarfræðingum og sjúkraliðum til útlanda og grátbiðja um miskunn.
![]() |
Fækka um 70-100 starfsmenn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Öllum ber skylda til að stuðla að vexti og viðgangi íslenskunnar
17.11.2010 | 07:45
Væri það ekki ágætis innlegg að "hið opinbera" hætti að standa í vegi fyrir því þarfa verki?
Endurskoða sess hennar í grunnskólum landsins - gefa kennurum færi á að koma henni til skila á viðeigandi hátt. Breyta námsskránni.
Leggja skólunum til meira fé til námsgagnakaupa - fyrir utan Námsgagnastofnun.
![]() |
Öllum ber skylda til að stuðla að vexti og viðgangi íslenskunnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Kúgunarferlið heldur áfram.
17.11.2010 | 07:30
Núna virðist stjórnarandstaðan ætla að kyngja því að greiða stórfé sem rök mæla gegn.
Það liggur ekkert fyrir um að við eigum að greiða þetta - annað en kúgun breta - hollendinga - ags og esb .
"Matsfyrirtækin" sem mátu bankana uppúr öllu valdi þegar þeir voru í raun og veru fallnir eru svo líka í kórnumm. - Og sjs reynir að fá aðila vinnunarkaðarins til þess að kúga stjórnarandstöðuna.
Og er að takast það.
Allt fyrir inngönguna í esb.
Ég hélt að yfirgnæfandi meirihluti Sjálfstæðisflokksins og VG væru á móti aðild - sem og fleiri á þinginu.
Mér virðist ég hafa haft á röngu að standa.
![]() |
Lausn jákvæð fyrir lánshæfismat |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Evrópufræðasetur Háskólans á Bifröst ????
17.11.2010 | 07:23
Hvert er hlutverk þessa "seturs"?
Er líka til Asíufræðasetur ? Ameríkufræðasetur ? Austurlandafræðasetur ?
Ef ekki - hversvegna Evrópufræðasetur ?
![]() |
Hægðu á aðildarferlinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)