Færsluflokkur: Dægurmál
Loksins
26.5.2010 | 18:36
Loksins eitthvað af viti í þessu máli -
Þar sem stjórnin hefur ekki dug í sér til þess að fara gegn húsbændum sínum í bretlandi og hollandi kemur það væntanlega í hlut stjórnarandstöðunnar með stuðningi skynsamra þingmanna úr stjórnarliðinu að mynda meirihluta um þetta mál og vinna það af skynsemi -
Sami meirihluti gæti líka farið í lífeyrissjóðshugmyndir Sjálfstæðisflokksins sem Lilja M og Ögmundur a.m.k. virðast vilja skoða - kanski eru fleiri skynsemisraddir innan stjórnarflokkanna - raddir sem eru - þrátt fyrir yfirlýsingu sjs EKKI í takt við úrræðaleysi stjórnvalda.
![]() |
Álitið gegn lagahefð á Íslandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Var Höskuldur erlendis ??
26.5.2010 | 16:11
Það hefur blasað við að 8 ráðherrar eru uppalningar Alþýðubandalagsins -
Átti þingmaðurinn virkilega von á breytingu þar? VG ræður ferðinni í orkumálum og þar segir Samfylkingin já og amen - og í staðinn _- þar sem Samfylkingin ræður ferðinni í Evrópumálum - segir VG já og amen þar.
Kaup kaups og allir glaðir --- nema þjóðin að sjálfsögðu sem sýpur seyðið af þessum hráskinnaleik.
Þrátt fyrir þetta styðja Norðlendingar VG og Samfylkinguna -
Er ekki allt í lagi með ykkur Norðlendingar ?? (Þið sem hafið kosningarétt fyrir norðan).
![]() |
Samfylking þvælst fyrir álveri |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Loksins - loksins
26.5.2010 | 16:05
Þolinmæðin þrautir vinnur allar
Núna er loksins komi að dómstólaleiðinni - en þá fer Gylfi að skæla og segir - - það er enn tími til að semja - ÞÚ SEMUR EKKERT VIÐ KÚGARA.
ÞÚ SEMUR EKKI VIÐ HRYÐJUVERKAMENN breta og hollendinga.
Tek undir með Sigmundi Davíð.
![]() |
Góð tíðindi ef málið fer fyrir EFTA-dómstólinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Vesaldómur Dags -- yfirburðir og þroski Hönnu Birnu.
26.5.2010 | 16:01
Dagur B er sjálfum sér samkvæmur - enda erfitt fyrir hann að vera annað en lítill kall -
það er hann jú í sjálfum sér-
Sem svar við spurningu um samstarf nýtir hann tímann til þess að kasta skít í Sjálfstæðisflokkinn - en af honum á borgarfulltrúinn nægar birgðir í haughúsi hugsar sína.
Borgarstjóri svarar sömu spurningu af skynsemi - festu og með hagsmuni borgarbúa í huga og er þar með líka sjálfri sér samkvæm.
Fordæmingarlaust gefur hún upp boltann með það að geta unnið "með öllu þessu fólki". Það fer varla á milli mála hvorum aðilanum er betur treystandi fyrir því að sitja stól borgarstjóra.
Annarsvegar haugahugsun og hroki ríkisstjórnarfulltrúans - hinsvegar yfirveguð hugsun og skynsemi borgarstjórans í Reykjavík.
![]() |
Samstarf við Sjálfstæðisflokk langsótt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Nýr meirihluti
26.5.2010 | 10:26
Lilja - Ögmundur - og annað hugsandi fólk´ætti að mynda nýjann meirihluta á þingi og koma í framkvæmd því sem þarf til þess að koma í veg fyrir annað hrun -
![]() |
Hugmynd Lilju gæti orðið ofan á innan VG |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Og enn gapir stórkjafta
26.5.2010 | 10:24
Þetta fyrirbæri lætur eins og það hafi allar lausnir og skoðanir þess séu þær einu réttu.
Þetta er væntanlega hrifið af helstjórninni sem það átti þátt í að koma til valda.
![]() |
Skottið af drekanum með sitt lokarothögg |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hin hagsýna húsmóðir
26.5.2010 | 07:08
Konur eru hagsýnni en karlar - þetta mun vera sannað -
Að vísu eru til undantekningar - t.d. mun Pétur Blöndal vera mjög hagsýnn.
Konur sjá hvað þarf að gera í borgarmálum - þær hugsa í í eigin þörfum - sem betur fer - því þarfir þeirra eru líka þarfir fjölskyldunnar.
Veiðimaðurinn - karlinn - hugsar í refsingum - það þarf að berja á einhverjum - hversvegna ekki á Sjálfstæðisflokknum - fjölmiðlar Jóns Ásgeirs segja að það eigi menn að gera -
RÚV er svo sérstakur pakki - þar ræður ríkjum Páll Magnússon sem hikar ekki við ásamt Kastljósmönnum og Óðni Jónssyni að láta pólitískar skoðanir sínar í öndvegi - afflytja "fréttir" þannig að það henti þeirra skoðunum - og mismuna fólki eftir flokkum.
Ég hvet reyndar Reykvíkinga alla - konur og karla - til þess að tryggja það að Hanna Birna verði áfram borgarstjóri - við verðum að hafa sterkt mótvægi við lánlausa ríkisstjórn.
Það gerist aðeins með því að greiða Sjálfstæðisflokknum atkvæði.
![]() |
Konur styðja Sjálfstæðisflokk |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Allur mættur
26.5.2010 | 06:59
Það var bara allur Framsóknarflokkurinn í Reykjavík mættur - bara ekki í viðtal við blaðamenn -
Framsókn gerði mikil mistök með því að sparka Óskari - það var ömurlegt að fylgjast með nýja oddvitanum um daginn hjá Agli ásamt fulltrúum annara framboða - hann var fjarri því að vera inni í málunum - reyndi að klóra í bakkann en gekk illa.
En Óskar var of vel að sér - rógstungur innan Framsóknar unnu gegn honum - og hann fór.
Og því fór sem fór - og fylgið fór líka.
![]() |
Framsókn sér ekki ástæðu til skattahækkana |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Stríð við landsbyggðina
26.5.2010 | 06:41
Þá er það á hreinu - Reykjavíkurframboðið vill stríð við landsbyggðina -
Það vill reyndar svo til að æði margir íbúar í Reykjavík eru ættaðir "utanaflandi" og gæta hagsmuna beggja - að fara í stríð vegna flugvallarins er óráð.
Það mál á að leysa í sátt við landsbyggðina - en hvaða máli skiptir svosem yfirlýsing Baldvinsframboðsins -
Ætli einhver annar athyglissjúkur komi fram með Íslandsframboðið í næstu Alþingiskosningum - einhver sem nær kanski líka 0.1% fylgi? Svona eldhúsframboð með mikilmennsku ívafi.
![]() |
Vatnsmýrin í gíslingu" fjórflokksins í Reykjavík |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Steingrímur á eftir - eins og venjulega
26.5.2010 | 06:29
Umpólun Sjálfstæðisflokksins ???
Eftir því sem ég man best þá átti Guðlaugur Þór upptökin af hertum reglum varðandi fjármál flokka og frambjóðenda -
Uppbyggilegar hugmyndir varðandi fjármálakerfið sem og aðra uppbyggingu í þjóðfélaginu hefur flokkurinn ásamt öðrum ítrekað lagt fram en SJS hvorki heyrt þær né séð - sem er eðlilegt þar sem hann tekur bara við fyrirmælum frá AGS - bretum og hollendingum.
Það er hinsvegar fagnaðarefni að SJS skuli loksins vera farinn að hlusta - ekki svo að skilja að ég haldi að hann skilji það sem sagt er -
![]() |
Umpólun í Sjálfstæðisflokknum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)