Og enn skipuleggur Dagur B.

Orkuveitan skuldar allt of mikið. Ég hef áður rakið tilurð þeirra skulda. Stærsti hlutinn er til kominn vegna óarðbærra  fjárfestinga og virkjanaskuldbindinga sem gerðar voru þegar R-listinn var í meirihluta. Það er rétt að það komi fram að allar lántökur OR voru samþykktar í borgarstjórn af Degi B. Eggertssyni og hinum borgarfulltrúum R-listans.

Sjálfstæðisflokkurinn stóð hins vegar gegn þessum hugmyndum en talaði fyrir daufum eyrum. Fólk virðist hafa gleymt andstöðu borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins við byggingu Orkuveituhússins og allri sóuninni við þá framkvæmd. Hafa menn gleymt andstöðu flokksins við ruglið varðandi Línu.net - risarækjueldið, hörverksmiðjuna o.s.frv. Tapið af þessu öllu var allt í skuld og tvöfaldaðist í efnahagshruninu. Þegar Sjálfstæðisflokkurinn komst í meirihluta 2006 var búið að vígja Hellisheiðarvirkjun og gera samninga um mikla orkusölu þaðan.

Á nokkrum mánuðum árið 2008 varð stefnubreyting í Orkuveitunni. M.a. var áætlun meirihluta Dags B. um að setja milljarða til viðbótar í útrásarverkefni REI stöðvuð.

  Ennfremur var frestað þeim virkjanaframkvæmdum (m.a. Bitruvirkjun )sem hægt var að fresta. Hefði ekki verið gripið til þeirra aðgerða sem ég hef nefnt hér að ofan væru skuldir OR óviðráðanlegar.

 

Aðrar aðgerðir R listanns eins og milljarðarnir sem OR fékk í vöggugjöf til þess að sýna betri stöðu borgarsjóðs er enn eitt dæmið. Sá gjörningur skaðaði fyrirtækið all verulega. Eins má tína til gífurlegar arðgreiðslur sem R-listinn mjólkaði út úr fyrirtækinu og má með sanni segja að R listinn hafi blóðmjólkað fyrirtækið. Það var ekki heldur til bóta.

 

Og enn skipuleggur Dagur B og núna með Múmínálf sem er aðstoðarborgarstjóri í boði Dags B.


mbl.is Ekki gert ráð fyrir virkjanaframkvæmdum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Á ekki að stíga skrefið til fulls?

Hverskyns iðnaðarmenn eru farnir af landi brott og starfa nú erlendis - stór (stærstur?) hluti þeirra útlendinga sem störfuðu hér er farinn.

Mörg hundruð hjúkrunarfræðingar starfa erlendis nú þegar og verið er að hrekja fleiri úr landi.

Aðrar stéttir eru að fylgja í kjölfarið og margir farnir úr hinum ýmsu stéttum.

Núna eru læknar ( mikill fjöldi þeirra er sestur að erlendis nú þegar ) að sækja sér aukatekjur í öðrum löndum -hvenær hætta þeir að nenna að koma heim á milli?

Meðan allt þetta gengu yfir er til fé til þess að greiða skuldir Jóns Ásgeirs og Co og verið að fjármagna landráðasamninginn við AGS.

Svo vill stjórnin endilega gefa bretum og hollendingum peninga þrátt fyrir bann við slíku í tilskipun ESB.

Þetta eru merkileg vinnubrögð. Hversvegna er ekki allur pakkinn hreinlega fluttur úr landi?

 


mbl.is Læknarnir leita til útlanda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aukaatriði

Þetta eru allt aukaatriði í bókum ríkisstjórnarinnar - aðalatriðið er að geta afskrifað skuldir Jóns Ásgeirs og annara útrásar......... og standa skil á kostnaði vegna aðildarumsóknar að ESB.

Svo þarf líka að standa undir kostnaði vegna AGS samninga (viljayfirlýsingin) og safna svo peningum til þess að gefa bretum og hollendingum í nafni Icesave ( sem við ekki bara þurfum ekki að borga heldur er okkur bannað að borga skv. tilskipun frá ESB ) þannig að öryggi sjúklinga og atvinnuöryggi starfsmanna í heilbrigðiskerfinu eru aukaatriði. í þeirra hugum.

Á sama tíma og forsvarsmenn stjórnarflokkanna hrópa á torgum - við tryggjum jafnrétti - við stuðlum að atvinnuöryggi kvenna - við við við  þá er verið að kasta þrautþjálfuðu starfsliði heilbrigðiskerfisins út - hjúkrunarfræðingum og sjúkraliðum. 

Vantar ekki eitthvað í þessa mynd?


mbl.is Hjúkrunarráð telur öryggi sjúklinga stofnað í hættu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 27. október 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband