Aukaatriði

Þetta eru allt aukaatriði í bókum ríkisstjórnarinnar - aðalatriðið er að geta afskrifað skuldir Jóns Ásgeirs og annara útrásar......... og standa skil á kostnaði vegna aðildarumsóknar að ESB.

Svo þarf líka að standa undir kostnaði vegna AGS samninga (viljayfirlýsingin) og safna svo peningum til þess að gefa bretum og hollendingum í nafni Icesave ( sem við ekki bara þurfum ekki að borga heldur er okkur bannað að borga skv. tilskipun frá ESB ) þannig að öryggi sjúklinga og atvinnuöryggi starfsmanna í heilbrigðiskerfinu eru aukaatriði. í þeirra hugum.

Á sama tíma og forsvarsmenn stjórnarflokkanna hrópa á torgum - við tryggjum jafnrétti - við stuðlum að atvinnuöryggi kvenna - við við við  þá er verið að kasta þrautþjálfuðu starfsliði heilbrigðiskerfisins út - hjúkrunarfræðingum og sjúkraliðum. 

Vantar ekki eitthvað í þessa mynd?


mbl.is Hjúkrunarráð telur öryggi sjúklinga stofnað í hættu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband