USSR

Sagan endurtekur sig - fyrst var það gamla Sovétlýðveldið - núna Ísland. Ekkert skal fá að þróast -

Markaðsráðandi fyrirtæki - ef  fyrirtæki er byggt upp á heiðarlegan hátt og skv. lögum - MÁ ÞAÐ ÞÁ EKKI DAFNA - er betra að þvinga fyrirtæki út í allskonar skrípaleik þannig að fyrirtækið verði ekki tekið af ráðstjórninni og skipt upp?????


mbl.is Fái heimild til að skipta upp markaðsráðandi fyrirtæki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arnór Baldvinsson

Sæll Ólafur,

Ég vil benda þér á að anti-trust og fair-trade lög hér í Bandaríkjunum og samkeppnislög (competition laws) í öðrum vestrænum löndum gera yfirvöldum kleift að krefjast þess að fyrirtæki sem gætu talist hafa einokunaraðstöðu og markaðsráðandi aðstöðu sé skipt upp með dómi.  Eitt af frægari málum var mál sem Deparment of Justive (DOJ) fór í gegn Microsoft árið 2000, sem var lokið með dómssátt 2001 vegna þess að Microsoft seldi Windows stýrikerfið með Internet Explorer vafraranum byggðum inn og gerði þar af leiðandi öðrum framleiðendum á vöfrum ógerlegt að keppa við Microsoft.  Evrópusambandið höfðaði svipuð mál. 

Lög sem gera þetta kleift eru í gildi í flestum eða öllum vestrænum löndum og það hlýtur að vera umhugsunarvert hvers vegna þau eru ekki til staðar á Íslandi og eins hversu mikið af regluverki utan um viðskipti eru úrelt eða ekki til staðar á Íslandi.  Ísland hefur tapað óheyrilegum fjármunum á því að vera með allt þetta regluverk eins og hriplekt gatasigti þegar á þurfti að halda.

Kveðja,

Arnór Baldvinsson, 27.3.2010 kl. 06:47

2 identicon

Takk fyrir virkilega fróðlegt innlegg þitt

Bestu kveðjur

Ólafur I Hrólfsson (IP-tala skráð) 27.3.2010 kl. 10:10

3 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Þetta er að miklu leiti rétt hjá þér Ólafur Ingi, að vísu setja menn svona lög í þeirri trú að með banni sé málið leist en við vitum að það er alltaf leið framhjá svona lögum og þau leiða bara til meiri kostnaðar sem enginn annar borgar en viðskiptavinurinn fyrir rest.

Vinstri elítan heldur að hægt sé að leysa vanda heimsins með boðum og bönnum en því fleiri boð og bönn sem þetta fólk setur því ónæmara verður fólk og fyrir rest virðir enginn lög né hlítir þeim og hvað þá?

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 27.3.2010 kl. 10:35

4 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Vitlaus eru þau lög sem enginn hlýðir og það kallar á virðingarleysi fyrir lögum sem kanski eru réttmæt.

Heimskulegar lagasetningar -  af því bara lög -- eru SLÆM - þannig að ég er þér algjörlega sammála. Hvað varðar bann við nektardansinum þá óttast ég að þessi starfssemi fari öll "neðanjarðar" og öryggi stúlknanna verði enn minna en það er í dag.

Eins og þú segir - vinstri elítan .........  þannig voru Sovétríkin - þannig er kommúnistaríkjum - alræðisríkjum stjórnað -

Við erum jú með 8 uppalninga úr Alþýðubandalaginu á ráðherrastólum.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 27.3.2010 kl. 18:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband