Rógstungur andstæðinga flokksins

Bjarni hefur vaxið með hverjum deginum frá því hann tók við sem formaður Sjálfstæðisflokksins.

Það er engin launung á því að einstaka flokksmenn hafa gert honum lífið erfiðara með andstöðu sem byggist eingöngu á eiginhagsmunasemi og lágkúru.

Slíkir einstaklingar ganga erinda hörðustu andstæðinga flokksins.  Fólk sem ekki þekkir til telja að þessir einstaklingar séu heilir í málflutningi sínum og tali máli flokksheildarinnar.

Svo er ekki.

Ég vil hvetja ALLA SJÁLFSTÆÐISMENN sem verða á Landsfundinum til þess að tryggja glæsilega kosningu Bjarna Benediktssonar.


mbl.is Bjarni vill fá nýtt umboð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hamarinn

Ert þú ekki að grínast?' Ha hahahahahahahahahahahahahahahahah

Hamarinn, 20.4.2010 kl. 21:16

2 Smámynd: Halla Rut

Það hafa nú allir séð sem horft hafa að Bjarni hefur vissulega vaxið enda kemur hann ekki úr heimi stjórnmálanna og hefur þurft að slíðra sig að þessari vinsældarkeppni sem líf þeirra er.

Það verður virkilega gaman að fylgjast með þessu en svo er það nú samt að algjör leiðtogakreppa ríkir á Íslandi og þá sama um hvaða flokk er litið til.

Halla Rut , 20.4.2010 kl. 22:01

3 identicon

Það sem sem Bjarni hefur til brunns að bera er að vera flottur í tauinu og mikill töffari, hinsvegar þá er hann ekki sterkur leiðtogi og það virðist vera auðvelt að slá hann út af laginu. Fum og fát virðist einkenna hann þegar fréttamenn ná að kreista fram réttu spurningarnar, gerist ekki oft því fréttamennska hér á landi er nú ekki upp á marga fiska.

Kristján Þór væri skásti kostur í dag ef sjálfstæðismenn ætla að ganga að kosningum með hreint borð. Að öðru leiti þá er krísa í forystu flokksins, meðal annars þá hef ég á tilfinningunni að Evrópuarmur sjálstæðismanna gæti hugsanlega klofið sig frá ef ekki finnst leiðtogi sem menn treysta fullkomnlega.

Kv AÖ

AÖ (IP-tala skráð) 20.4.2010 kl. 23:27

4 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Með menn eins og Bjarna - Guðlaug - Kristján Ragnheiði og marga fleiri á þingi þarf flokkurinn ekki að hvíða skorti á leiðtoga - svo er vonandi ekki langt í að Illugi snúi aftur - (rógstungurnar stoppa hvorki hann né aðra )

Sama gildir um Þorgerði Katrínu - þegar múgsefjunin hjaðnar vona ég að hún snúi aftur.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 20.4.2010 kl. 23:54

5 Smámynd: Hamarinn

Taktu nú niður bláu gleraugun. Þau blinda þig  Heiðarlegt fólk sem þú nefnir, eða hitt þó heldur. Flokkur sem hefur svona mannval, sér um að ganga frá sjálfum sér.

Hamarinn, 21.4.2010 kl. 00:17

6 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

ég einhvernveginn held að ekki nokkur flokkur þurfi nýtt umboð fyrr en að "tiltekt" lokinni - annað er bara til að slá ryki í augu fólks

Jón Snæbjörnsson, 21.4.2010 kl. 11:28

7 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

AÖ - persónulega finnst mér nú að formenn allra flokka séu bara þokkalega vel til fara.

Að það sé aðalkostur Bjarna er hinsvegar út í hött - ég er búinn að vera á þó nokkrum fundum með manninum og hann hefur hreint ekki verið neitt banginn við erfiðar spurningar - sjá opnn fund í Valhöll í vkunni - sem dæmi. Einstaka aðili kunni ekki mannasiði en Bjarni tók því með stóískri ró og svaraði öllum.

Jón S - tiltekt - Sjálfstæðisflokkurinn er búinn að vera í tiltekt - mikilli tiltekt - en að flokkurinn verði lagður niður vegna krafna frá pólitískum andstæðingum er ekki inni í myndinni ( ég veit að það kemur ekki fram í þínum skrifum ) og upphrópanir um að skipta út stærstum hluta þingmanna Sjálfstæðisflokks - Framsóknarflokks - VG og Samfylkingar er að sjálfsögðu þvæla.

Kröfur Þórs Saari eru slíkt lýðskrum að furðu sætir og hann orðinn ómarktækur í umræðum.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 25.4.2010 kl. 06:40

8 Smámynd: Hamarinn

Þú ert nú ansi hreint marktækur í umræðunni. Ekkert litaður af blindri ást á flokknum. Þú ert einfaldlega hlægilega einfaldur.

Hamarinn, 25.4.2010 kl. 08:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband