Færsluflokkur: Dægurmál
- MAGNAÐ - VINIR SJS OG JS
20.2.2010 | 08:56
Í bretlandi er verkamannaflokkurinn við stjórn - í hollandi er forsvarsmaður verkamannaflokksins fjármálaráðherra -
Þessir flokkar eru systurflokkar þeirra sem sitja í núverandi stjórn hér á Íslandi - 8 uppalningar í alþýðubandalaginu - 2 kratar og 2 utan úr bæ mynda ráðherragengið hér. Boz ræður ferðinni í hollandi og verkamannaflokkurinn í bretlandi - fulltrúar tannlausa breska ljónsins.
Það eru semsagt ekki bara innlendir vinstri flokkar sem vilja keyra okkur í þrot heldur erlendir líka.
Svo er fólk að kjósa þessi ósköp.
![]() |
Hollenska stjórnin fallin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
LANDRÁÐ?? ER EINHVER AÐ EFAST???
19.2.2010 | 09:33
Formaður Framsóknar undrast ummæli forsætis og fjármálaráðherra um Icesave á meðan samninganefndin er enn að störfum
Hvað er að manninum - þetta fólk er bara að sinna vinnu sinni fyrir breta og hollendinga -
Þau tóku þá ákvörðun að leggja nýlendukúgurunum lið og sinna því frábærlega vel -
Við hverju býst fólk þegar 8 ráðherrar eru uppalningar Alþýðubandalagsins - jafnvel þótt sumir þeirra hafi skriðið yfir í samfylkinguna?
![]() |
Staðan í Icesave mjög tvísýn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
LÁNVEITING -????
19.2.2010 | 09:27
Hvernig í ósköpunum er hægt að ákveða að veita einhverjum "lán" sem hefur ekki beðið um það???
Svo notar "lánveitandinn" peningana til þess að greiða "skuld" sem "lántakandinn" á ekki að greiða og
rukkar svo ""lántakandann" um upphæðina sem var notuð til þess að þóknast vinum
"lánveitandans"????
Þetta hlýtur að vera sérstæðasta lánastarfssemi sem um getur.
![]() |
Deildu um ábyrgð á Icesave |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
ÓTRÚLEGUR RUGLUDALLUR
19.2.2010 | 02:59
Eftir að hafa verið dreginn upp úr stjórnarskrárbrotafeninu af stjórnarandstöðunni - In defence hópnum og 2-3- VG þingmönnum segir sá sem ætlaði þjóðinni að greiða hundruðir milljarða - eiginlega svona í framhjáhlaupi - að hvergi komi fram að um beina ríkisábyrgð sé að ræða. Mér er nákvæmlega sama hvort ríkisábyrgðin er bein eða skökk - Steingrímur og Jóhanna ætluðu okkur að borga.
Það er EKKI þeim að þakka að málið er í núverandi farvegi sem vonandi leiðir til skynsamlegrar niðurstöðu,
Maður gæti haldið að aðstoðarmaður Jóhönnu hafi gengið frá upphaflega plagginu.
![]() |
Steingrímur: Engin ríkisábyrgð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
HLUTLAUSIR KANAR
19.2.2010 | 02:49
Væntanlega verður ekki létt fyrir Kanann að fá stuðning hér framar ef þeir eru hlutlausir í okkar málum í dag.
Ég veit ekki betur en bandaríkjaforseti hafi sagt að bankahrunið hafi hafist með því að íbúðarkaupendur í Florida hafi ekki getað staðið í skilum og endað með hruni á Íslandi.
Það má líka halda því til haga að Lehmannsbanki setti skriðuna af stað meðal annars vegna þess að stjórnvöld í usa komu þeim ekki til hjálpar. Kaninn er því fráleitt saklaus af okkar hremmingum - FJARRI ÞVÍ -
![]() |
Reyndi að fá Norðmenn til að lána Íslandi fyrir Icesave |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
ÁFENGI - TÓBAK - BENSÍN - SKULDIR
15.2.2010 | 12:24
Nú er búið að hækka áfengi - tóbak og bensín (ríkishækkun á bensíni) tvisvar.
Í fyrra skiftið var reiknað með að mig minni 3.5 milljörðum í hagnað - vegna hækkananna hækkuðu skuldir heimilanna um ( að mig minnir ) um 5 milljarða þar sem þessir vöruflokkar eru inni í grunni framfærsluvísitölunnar.
Þrátt fyrir söluminkun stendur hækkaða verðið ennþá og þar með hækkunin á skuldum heimilanna -
Hagfræði stjórnarinnar -- tapaðar tekjur vegna hækkana á áfengi - EN - bankarnir ná þessu öllu til baka með hækkuninni á skuldunum -
Mín vegna má hækka áfengi og tóbak eins og hver vill - EN það á að taka áfengi - tóbak og bensín út úr framfærsluvísitölunni.
Hækkunin á hátekjuskattinum á líka eftir að koma fram í lægri tekjum ríkissjóðs.
![]() |
Dregur úr sölu áfengis |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
ÓÞOLANDI SKEPNUSKAPUR
15.2.2010 | 07:56
Þessi fyrirtæki halda áfram að mala gull (ál) fyrir þjóðarbúið eins og ekkert sé.
Hvar er Svandís???
Á ekkert að gera í því að loka þessum fyrirtækjum??
Allt þetta fjárstreymi er gjörsamlega óþolandi og getur bara orðið til þess að uppbyggingin tekur skemmri tíma en ef þeim væri lokað - það þjónar ekki hagsmunum VG.
Flott hjá Svandísi að tefja alla uppbyggingu í þessum bransa sem mest.Svo þarf líka að leggja niður sjávarútveginn - það koma bara allskonartekjur af honum - því verður að linna.
Allar hugmyndir um einhver tölvuver verður líka að kæfa - strax - það gæti skapa hroðalega miklar tekjur sem VG vill jú ekki að gerist. Og svo eru þessi fyrirtæki með fullt af fólki í vinnu sem ætt að sjálfsögðu að vera á atvinnuleysisbótum.
Hvernig á VG að takast að drepa samfélagið í samstari við Sf ef fyrirtæki eru að skapa atvinnu og tekjur??
Þetta gengur bara ekki.
![]() |
Álið skilaði 177 milljarða útflutningstekjum í fyrra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Glæpastarfsemi
10.2.2010 | 06:27
Þetta er þó merkilegt - og svo á kanski - hugsanlega - ef til vill að færa 200 milljarðana á reikning sem ber "einhverja vexti" Er ekki allt í standi????????????'
Ef þetta stenst lög þá eru lögin röng - breska glæpaklíkan sem ræður þar í landi virðist geta hagað sér gagnvart okkur eins og þeir gerðu gagnvart nýlendum "sínum" hér áður fyrr.
Það hlýtur að vera komið nóg af kúguninni - sjs og js hljóta að fara að hætta stuðningi sínum við gordon brown
![]() |
Afborganir í Bretlandi enn á vaxtalausum reikningi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Enn og aftur
10.2.2010 | 06:22
Enn og aftur eru það sjómennirnir okkar sem koma til bjargar -
Eins gott að það gerist og ekki veitir Húsvíkingum og nærsveitarmönnum af á meðan Svandís og Steingrímur hafa af þeim álverið.
Undarlegt hvað það fólk er mikið á móti atvinnusköpun. Magnað.
![]() |
Góður þorskafli á Húsavík |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fyrirgreiðsla
10.2.2010 | 06:18
Var nokkuð verið að kjósa um forgang í verktöku hjá borginni - eitthvað borð- eða gólfliggjandi?
Annars er ljóst að Þorleifur hefur gott næði til þess að kasta rýrð á flokkssystur sína ( sem hann verður væntanlega varamaður fyrir ) enda hefur mæting hans á fundi á vegum borgarinnar verið rýr - var í neðsta sæti samkvæmt lista sem var birtur fyrir nokkru síðan.
![]() |
Ágreiningur eftir forval VG |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)