Færsluflokkur: Dægurmál
KSÍ - friðarboði
10.11.2010 | 14:43
Styð KSÍ heilshugar í því að spila við Ísrael - ef þeir vilja spila við Palestínumenn þá styð ég það líka.
Ég er hinsvegar algjörlega andvígur félaginu Ísland Palestína sem elur á óeiningu - yfirgangi og sundrungu.
Lárum ofstæki þess félags ekki hafa áhrif á íþróttir né önnur samskipti okkar við önnur lönd.
Íþróttir eiga að vera hafnar yfir pólitískar deilur og átök -
Enda þótt íþróttafólk frá Ísrael hafi verið myrt í Þýskalandi á sínum tíma hélt þessi hugrakka þjóð áfram að senda sitt fólk á Ólympíuleika og önnur alþjóðleg mót.
Ísland Pelestína ætti kanski að rifja upp þjóðerni morðingjanna.
KSÍ er boðberi friðar eins og aðrar íþróttahreyfingar - látum ekki boðbera haturs breyta því.
![]() |
Gefa mannréttindabrotum rauða spjaldið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Sporin hræða - eða ættu að gera það.
10.11.2010 | 11:13
Á sínum tíma setti Ólafur Ragnar lög á kennara -
Í dag er skoðanabróðir hans í ráðuneytinu -
Væntanlega hafa kennarar það í huga þegar þeir ganga til samninga.
![]() |
Kennarar hafna kjarasamráði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hjólaþjófar
10.11.2010 | 11:10
Það er merkilegt hve illa gengur að finn þjófagóss.
Samkvæmt fréttum hefur mikið borið allskonar hjólum hafi verið stolið - en ég man ekki eftir því að hafa séð frétt - fyrr en núna - um að hjól hafi fundist.
Sögusagnir eru um að pólverjar og litháar séu að senda þjófagóss heim til sín - jafnvel í gámum.
Ekki virðist vera eftirlit með því hvað er verið að senda þangað - en það hlýtur að vera þess virði að fylgjast með.
![]() |
Stolin torfæruhjól fundust |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Ég trúi því ekki. HVAÐ SPARAST??
9.11.2010 | 06:58
Það vinna það margir í heilbrigðiskerfinu að ég trúi því ekki að það sé ekki hægt að senda fleiri þaðan á atvinnuleysisbætur.
Heilbrigðisráðherra verður að taka á honum stóra sínum - setja að minnsta kosti 1500 úr þessu kerfi á bætur - minka þjónustuna og stofna lífi og heilsu landsmanna í hættu.
Allt annað er óásættanlegt - eða hvað ?
Hversu mikið "sparast " við það að reka t.d. hjúkrunarfræðing? - Greiða þarf atvinnuleysisbætur - viðkomandi verður ekki skattgreiðandi á sama hátt og áður - verður ekki þátttakani í samfélaginu eins og áður - skv. könnunum verður viðkomandi móttækilegri fyrir hverskonar kvillum ( það hefur nefnilega líka sálræn áhrif að lenda í uppsögnum ) sem kallar á hlutdeild ríkisins í læknisþjónustu og lyfjakaupum - álag á það starfsfólk sem eftir situr eykst verulega og leiðir til ofurálags - sem er þó feyki nóg nu þegar.
Það fólk lendir líka mun frekar í veikindum vegna álagsins og þá þarf að kalla inn bakvaktarfólk.
Spurningin er því - hvað sparast -?? Og svo hin - er verið að auka kostnað í heildina um leið og heilbrigðiskerfinu er rústað??
![]() |
634 gætu misst störf sín |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Skipbrot - og þó.
9.11.2010 | 06:46
Þetta er reiðarslag fyrir ríkisstjórnina - 300 störf - hvað um það - stjórnin tafði þetta mál eins og hún gat en kanski var þetta óumflýjanleg niðurstaða.
Stjórnin verður þá bara að halda haus og gera sitt til þess að tefja önnur mál - og þá sérstaklega á Suðurnesjum en það er lífsnauðsynlegt að halda uppi hárri atvinnuleysisprósentu á Suðurnesjum.
Magma + virkjun + álver - verður að stöðva - það skapar það miklar tekju og mörg störf að það bara má ekki gerast að þetta gangi allt í gegn.
Hversvegna ?- - ja ég veit það ekki en ríkisstjórnin veit það - hún er búin að vinna að því í 2 ár að halda uppi atvinnuleysi á svæðinu. Það hlýtur að vera einhver ástæða fyrir því.
![]() |
Meðferðir hefjast í ágúst |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Eru gullverðlaun ekki verðlaun??
7.11.2010 | 07:42
Tvö gull og átta verðlaun í Stokkhólmi -
Merkileg fyrirsögn sem fær engin verðlaun -
![]() |
Tvö gull og átta verðlaun í Stokkhólmi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Atvinnulausir og önnur fórnarlömb.
7.11.2010 | 07:34
Til eru þeir sem gera lítið úr mótmælunum - það er þeirra mál - kanski bitnar ástandið hvorki á þeim né þeirra fólki - það væri fróðlegt að vita hvar það fólk er statt í þjóðfélaginu - nema því aðeins að þetta fólk sé á mála hjá Jóni Ásgeiri og öðrum útrásar.....
![]() |
Tunnumótmæli boðuð á þriðjudag |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Bifröst og Landbúnaðarskólinn
7.11.2010 | 01:35
Sú sameining væri mun skynsamlegri -
Þannig að hin leiðin verður væntanlega farin.
![]() |
Styttist í sameiningu HR og Bifrastar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Samstaðan !!
6.11.2010 | 14:05
Það er merkileg staðreynd að þegar birtist frétt t.d. vegna atburðar eða um ræðu um m.a. bráðamóttökuna þá tekur enginn undir þótt sagt sé frá frábæru starfi þess fólks. Ég hef oftar en einu sinni og oftar en tvisvar þurft á aðstoð þeirrar deildar að halda - ég hef notað tækifærið og sagt frá slíku þegar eitthvað hefur birst um deildina - Enginn hefur séð ástæðu til þess að taka undir né koma á framfæri þakklæti til þessa fólks hér á blogginu.
Hinsvegar er fólk fljótt að setja fram langar hugleiðingar um ómerkilegri hluti.
Heilbrigðisstarfsmenn á Suðurnesjum mættu á Austurvöll um daginn - ég held að ég hafi verið einn um það af borgarbúum að mæta þar með þeim.
Sigrún - þið gapið margar vegna mismununar - HJÚKRUNARFRÆÐINGAR - SJÚKRALIÐAR - yfirgnæfandi meirihluti þeirra eru konur -
Hvar voru þær tugþúsundi sem mættu á kvennafrídaginn?
VAR / ER EKKI SAMSTAÐA UM AÐ VERNDA HEILBRIGÐI STARFSFÓLK Á HEIKBRIGÐISSVIÐI ????
BARA UM ÞJÓNUSTUNA??? Og hver á að veita þá þjónustu þegar búið er að ofgera starfsfólkinu? Það hætt og farið úr landi eða lagst í rúmið?
![]() |
Samstaða um jafnan rétt til heilbrigðisþjónustu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Innantómt þvaður??? Bestu þakkir.
6.11.2010 | 09:39
Stundum birtast fréttir innan úr heilbrigðisstofnunum.
Þótt bloggað sé um þær fréttir er lítið um undirtektir bloggara.
Stuðningur enginn - þakklæti í garð t.d. starfsfólks á bráðamóttöku ekkert -
Ef eitthvað bjátar á erum við hinsvegar fljót að leita tilþessa fólks og ætlumst til þess að fá - og fáum - frábæra þjónustu þessa þrautþjálfaða fólks. Lækna - hjúkrunarfræðinga og annara sem þarna starfa.
Telja bloggarar að neyðaróp starfsfólks í heilbrigðisgeiranum sé innantómt þvaður??
Ef starfsfólkinu verður svo ofboðið með auknu vinnuálagi að það gefist upp og fari - hvert ætlum við þá að leita?
Kalla eftir hjálp á bloggsíðum?? Varla.
Þessum niðurskurðarhugmyndurm stjórnvalda verður að hnekkja - heilsu starfsmanna verður að hafa að leiðarljósi - aðeins þannig tryggjum við heilsu okkar - barna okkar og barnabarna.
Við erum jú einn þjóðarlíkami - ein fjölskylda.
Bestu þakkir til heilbrigðisstarfsfólks fyrir frábæra þjónustu í gegnum áratugina.
![]() |
Telja velferð starfsmanna ógnað |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
- þessi lánlausa stjórn er búin að sitja í 2 ár og hefur allan þann tíma keyrt þjóðina lóðbeint til hel.... Steingríms. Og stefnir þangað enn.
Hún hefur hafnað öllum tillögum minnihlutans - sem þó tókst að bjarga þjóðinni frá Icesave aftökunni með aðstoð nokkurra VG liða.
Mótmælin á þriðjudag má ekki eyrnamerkja neinum. Hvorki lifandi eða dauðum pólitískum flokkum. Það væri dauðadómur yfir mótmælunum.
Ég mætti á Austurvöll síðast ( ekki í fyrsta skipti ) en heyrði svo í þeirri sem átti heimasíðuna sem hvatti til mótmælanna. Hún talaði ekki á þeim nótum sem ég átti von á og var búið að gefa út að væri markmið mótmælanna.
Blekkingarleikir ríkisstjórnarinnar eiga ekki að smita út til boðara mótmælanna.
Þar á markmiðið að vera skýrt - það er verið að mótmæla ástæðulausum kjaraskerðingum - ástæðulausu atvinnuleysi - ástæðulausri andstöðu við uppbyggingu - ráð og dáðleysi ríkisstjórnarinnar - sem kennir minnihlutanum um eigið vanhæfi.
Það er verið að gera kröfu um réttar aðgerðir - það er verið að gera kröfu um samvinnu á þingi - ekki bara um hugsanlegar tillögur starfshóps stjórnarinnar heldur líka tillögur minnihlutans.
Róbert Marshall sagði eftir að starf nefndar á þingi sem hann veitir forystu - hann hafði á skömmum tíma náð góðri lendingu og sátt í málum - (sem forveri hans hafði ekki borið gæfu til ) ÞAÐ Á AÐ HLUSTA Á MINNIHLUTANN OG TAKA MARK Á TILLÖGUM HANS ÖÐRUVÍSI NÆST ENGIN SÁTT -
Því miður hafa sjs og js ekki þennan þroska Róberts til að bera - og það er slæmt.
Mótmælum helstefnunni í nafni almennings í landinu - ekki í nafni flokka.
Þessi dauðareið "norrænu velferðarstjórnarinnar" bitnar á stuðningsmönnum allra flokka sem og á þeim sem styðja ekki neinn flokk.
ATVINNULAUSIR OG ÖNNUR FÓRNARLÖMB LÁTI SJÁ SIG VIÐ STJÓRNARRÁÐIÐ - NEMA ÞVÍ AÐEINS AÐ ÞIÐ SÉUÐ SÁTT VIÐ ATVINNULEYSI OG AÐRAR SKERÐINGAR Á MANNRÉTTINDUM.